fimmtudagur

Bæn

Elsku Dvuð.

Ég held að það sé kominn tími til að við spjöllum saman. Ég og Þú.
One on One.
Face to Face.
Þetta er nefnilega ekki alveg að virka eins og það er í dag.

Ég hef reynt að ná sambandi við þig í gegnum tíðina, ýmist með áköllum og upphrópunum, eða þá hvísli. Auk þess hef ég oftsinnis öskrað nafn þitt ofan í koddann minn, eða þá leyft því að bergmála milli veggjanna í sálu minni.
Æpt, gólað gargað!
Hingað til virðist sem þú hafir verið upptekinn við annað, ekki á landinu, eða hreinlega sama - en............ hvað veit ég?
Kannski trúði ég bara ekki á þig.

En.................

Nú er svo komið, að ég hef fengið nóg.

Nóg af sorg og sút………svo ég ætla eitthvað út…….nei, afsakaðu - þú gafst okkur jú söng og húmor, ég datt í Ellen...........en ég hef - sem sagt - fengið nóg.
Það er ekki endalaust hægt að hlaða sorg og vonbrigðum á fólk......þ.e.a.s. ekki nema að þau séu einhverskonar tilraunaverkefni í burðarþoli á erfiðleikum.......og ef að raunin er sú, vil ég hér með segja mig úr því skítaprógrammi. Ég var greinilega full, með óráði eða hvorutveggja þegar og ef ég skrifaðu undir þesskonar samning. Man í hið minnsta ekki eftir því.

Ég játa að allir þurfa sinn skammt af erfiði og ég verð að viðurkenna, að margt af því sem ég hef fengið að reyna hefur gert mig að betri manneskju, betri mér, gefið mér skilning, gefið mér samhyggð og víkkað út sjóndeildarhringinn minn...........en nú er komið nóg.

Ég nenni ekki að standa í þessu lengur.
Standa undir þessu.
Ég er þreytt á að þrauka.
Þreytt á að þrauka í gegnum vanlíðanina.

Það væri sök sér ef þú dömpaðir þessu öllu á mig eina, en að taka fyrir heila fjölskyldu er í raun bara skítlegt. Spurning hvort maður eigi yfirhöfuð að vera að eyða púðri í svona lið eins og þig. Ég hef lagt allt í þínar hendur og samt setið eftir einskis vísari og týndari en áður.

Á HVAÐA NÁMSKEIÐI ER ÉG - OG LANGAR MIG AÐ VERA ÁFRAM Á ÞVÍ??


það sagði hún þá.......

Engin ummæli: