fimmtudagur

Hve glöð er vor æska

Ef ekki væri fyrir sakleysi æskunnar fáfræði ungdómsins og fífldirfsku þess sem ekki veit betur myndum við að öllum líkindum aldrei gifta okkur og aldrei eignast börn. Þegar við, þessi sem klúðruðum töku eitt, leggjum loks í töku tvö með hálfum huga og hræðslu í hjarta er að mörgu að hyggja. Ekki endurtaka sömu mistökin ekki taka að sér aumingja ekki brenna sig á ástinni ekki láta meiða sig aftur Ofan á þetta bætist svo að nú eru kröfurnar aðrar og meiri það þarf að púsla saman lífum sem eru löngu komin í fastar skorður vanans Bíllinn rúmar ekki fjölskyldustærðina. Pakkarnir eru mismargir og stórir suma er hægt að sætta sig við aðrir eru illþolanlegir og best geymdir óuppteknir, en erfiðast er að læra að treysta upp á nýtt. Ó, að fá að vera vitlaus á ný.

það sagði hún þá.......

Engin ummæli: