fimmtudagur

Orð

Orð geta verið hættuleg. Sum orð eiga það til að bora sér leið inn í vitundina og sitja þar sem fastast um aldur og ævi. Fólk ætti ávallt að passa hvað það segir. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Foreldrar þurfa að fara einkar varlega í það hvað þeir láta út úr sér við börn sín og óharðnaða unglinga, jafnvel unglinga á fimmtugsaldri. Hjón og sambúðarfólk verður líka að vanda sig og fyrrverandi makar geta skemmt heila sál með óvönduðum orðum. Það hafa orðið vinslit vegna orða. Orð geta verið falleg en þau geta líka verið hættuleg og það á að bera virðingu fyrir þeim. Sum þeirra meiða meira en krepptur hnefi.

það sagði hún þá.......

Engin ummæli: