fimmtudagur

Frísamningur

Finnst stundum að stjórnvöld eigi að verðlauna okkur sem höngum hér á klakanum.
Við sem hopum eigi og stöndum okkar pligt..........með bros á vör.
Fyrir hvert ár sem þú lafir út veturinn á Íslandi, nota bene; án kvartana,
færðu viku í frí - í sólina - á kostnað ríkissjóðs.
Suður á bóginn, í annað tempó, ermalausan bol og sálarró.

Ein vika á ári fengi mig til að þegja alveg yfir snjókomu í aprílmánuði,
en líklegast brosa hringinn í staðinn.

það sagði hún þá.......

Engin ummæli: