fimmtudagur

8.5.03

Datt niður í ógeðslega fýlu í gær - Er jafnvel í henni ennþá. Er orðin leið á að lifa eins og skítalabbi.......þ.e. ég hef aldrei tíma né orku í að gera fínt heima hjá mér - enda væri það líka hálf vonlaust því það er allt að hruni komið þar og sést ekki einu sinni munur ef ég þríf!!! Það er allt sjúskað, ljótt og slitið. Mig langar að henda ÓGEÐSLEGA sófasettinu mínu...........................reyndar langar mig bara að henda þessu öllu saman. Þetta er allt jafn ógeðslegt.Ég finn ekki íbúð sem að ég get keypt og ekki sel ég mína fyrir gott verð í því ástandi sem hún er í núna. Ég leita og leita og nú er fólk farið að segja mér að flytja bara út á land. Afhverju á ég að þurfa að flytja út á land til að hafa það sæmilegt????? Flytjið bara sjálf út á land!HVAÐ Á ÉG AÐ GERA??? Faðir sæll segir mér örugglega að ég sé bara væluskjóða - enda lifði fólk á súrsuðu spiki í gamla daga, bjó í óupphituðum holum og kvartaði ekki. (Yeah right!) Ég hef aftur á móti allt til alls og á að skammast mín. (ekki að ég viti hvað þetta allt til alls er........ónýt íbúð - gömul ónýt húsgögn sem voru gömul þegar þau voru keypt fyrir 16 árum, vinnu sem er erfið og borgar ekki rassgat, bíl sem er ónýtur og annan í láni þar til bráðum, risa skuldir, heilsuleysi, ljót gömul föt, ónýt heimilistæki, ekkert félagslíf, engan mann, ungling sem skilur ekki afhverju hún er púkalegust í bekknum og afhverju mamma hennar á ekki alltaf fyrir bíó, brotið hjarta, sært stolt.......á ég að halda áfram? ) Pabbi - ég var ekki fædd árið 1903 og ég var alin upp á heimili ykkar mömmu og á því góðu að venjast. Það var kannski ekkert bruðl og ég átti ekki endilega meira en aðrir en ég átti nóg. Ég leið engan helvítis skort. Frá því að ég flutti að heiman 18 ára gömul hef ég verið í þrælkunarbúðum sem au pair stúlka hjá ömmu satans í USA, ég hef verið ógeðslega fátæk í Noregi, ég hef aldrei átt pening sem ég hef getað eytt án samviskubits, ég eignaðist fyrst íbúð 33 ára gömul - þar til þá var ég í leigu, öll mín húsgögn eru gefin eða keypt í second hand búðum, ég hef alltaf keypt mér það næstbesta hvort sem er í vöru eða þjónustu - stundum jafnvel það versta. Ég er andskotakornið ekki að biðja um einhvern lúxus - ég vil bara fá að lifa eins og manneskja. Ég vil koma heim til mín og finnast það gott. Ég vil sitja í stofunni á heimilinu mínu og líða vel. Ég vil bjóða barninu mínu upp á staðgóðar og hollar máltíðir og ég vil að hún gangi í fötum sem að eru ekki orðin of lítil á hana. ER ÞETTA ROSALEGA FREKT? Ég er orðin bitur, fúl og reið kona og verð það líklegast til dauðadags nema að eitthvað stórkostlegt gerist. Á laugardaginn er ég að vonast til að einmitt eitthvað þannig gerist þegar að þjóðin gengur til kosninga - en einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að það sé ekki í vændum. Það getur vel verið að mörgum finnist ég vera materíalísk og að ég eigi að þakka fyrir það sem ég hef. Jú ég þakka fyrir að eiga heilbrigt barn - góða vini - og....og...og... ja hvað meira? Allt annað virðist vera í rassgati. Ég hef ekki einu sinni heilsuna - þó svo að ég sé kannski ekki með krabbamein - Ég er ekki að heimta neitt. Ég er bara að biðja um að fá að lifa mannsæmandi lífi og ég vil að mér líði vel. "Hættu þá að væla þetta" myndu sumir segja " og gerðu eitthvað í því"! Þeir sem hafa verið vonlausir vita að þetta er ekki svona auðvelt - þeir sem hafa ekki verið það eiga að halda sér saman. Ég þekki fólk sem var þunglynt og drykkfellt af vonleysi svo áratugum skiptir en telur sig nú hafa rétt til að segja mér að hætta að væla vegna þess að það lagaðist eða breyttist eitthvað hjá þeim. Maður líttu þér nær er bara mitt svar við þvi. Það er alltaf auðvelt að predika og það er alltaf auðvelt að segja öðrum til, það er alltaf auðvellt að skella fram frösum - það er bara ekki alltaf eins auðvelt að gera þessa hluti. Ég býðst hér með til að skipta við einhvern sem lifir áhyggjulausu lífi í öruggu húsnæði, með ágæta innkomu. Skiptumst á lífum í c.a. einn mánuð eða svo og sjáum hvernig við fílum það. Hmmm? Það getur vel verið að fólki finnist ég leiðinleg, vælin, vanþakklát, svartsýn, neikvæð og miklu meira til.....EN ÉG ER BARA UPPGEFIN!!!! ÉG NENNI EKKI AÐ LIFA SVONA LÍFI - ÞAÐ ER HUNDLEIÐINLEGT OG ANDSTYGGILEGT!!!! Kallið mig fýluprump - mér er alveg sama, ég veit það best sjálf.

það sagði hún þá.......

Engin ummæli: