fimmtudagur

Ammlis

Ferfalt Húrra!

Í dag á ég afmæli.

(Ég ætla samt að leyfa mér að núlla þetta ár í tölum svo ég geti átt fyrir stóru veislunni - sem yrði þá ekki fyrr en þar næsta ár. Finnst skemmtilegra að geta boðið upp á eitthvað annað en vatn og hörfræ).

Það er svo skemmtilegt að við systkinin samvöxnu eigum nefnilega afmæli svona í röð. Hann er þó fiskur með hrút í sér og ég hrútur með fisk í mér.

Elsta og yngsta merkið - eldur og vatn.

Við erum rosalega lík, nema hvað hann er með skott - en hann er samt með konuheila eins og ég.
Við trúum því að við höfum átt að vera tvíburar - en það ruglaðist eitthvað í sendingarkerfinu og það liðu óvart fimm ár á milli.

Sagan segir nefnilega að mamma hafi neitað að rembast undir lokin þegar verið var að koma mér í heiminn þar sem hún vildi að við ættum sitthvorn afmælisdaginn. Það kallar maður þrjósku.

Ég er því fædd klukkan 18 mínútur yfir miðnætti í Boston MA, USA og er því kani.


það sagði hún þá.......

Engin ummæli: