fimmtudagur

Blint stefnumót

Er að hugsa. Blint stefnumót. Það er ekki blint. Tæknilega. En hvað ef fólk færi raunverulega á blint stefnumót? Bara bundið fyrir augun allan tímann. Við finnum lyktina af ferómónunum ekki satt (og skítalyktinni ef hún er fyrir hendi - sem er þá totalt no go)? En oftast er það útlitið sem rústar öllu. Er mannfólkið svona hégómagjarnt? Að vísu er þetta alltaf smekksatriði, en... samt. Eitt sumar var ég ofboðslega ástfangin af manni sem ég talaði við daglega í símann, þar sem ég vann. Við döðruðum hægri vinstri og mér fannst hann æði! Skemmtilegur, sexý, klár og frábær í alla staði. Einn daginn mætti hann á staðinn. Má ég bara segja að mér fannst hann ekki ........fyrir mig. (shame) Af hverju er þetta svona? Er það ekki manneskjan, persónan, hinn innri maður sem er málið? Þannig vil ég sjálf vera metin.....eða hvað?
Hvað er málið með þetta útlit? Ég vil ekkert eiga einhvern snoppufríðan fávita, en ég gef kannski ekki þeim sem ég hitti svona í framhjáhlaupi og heilla mig eitthvað andlega, séns á að verða fallegir í mínum augum. Ég hef orðið ástfangin af skriflegum samskiptum en svo hitti ég viðkomandi og vindurinn fer úr seglunum. En......Allir sem mér þykir vænt um eru fallegir í mínum augum. Allir! Kannski spurning um að fá sér blindragleraugu- sem gera mann blindan - og ganga bara með þau í einhvern tíma.

það sagði hún þá.......

Engin ummæli: