fimmtudagur

Fyndin afstaða

Fyndin afstaða.

Þeir sem eru í einlífinu þekkja það, að stundum borgar sig að kaupa frekar tilbúinn mat.
Bæði er það oft ódýrara, að sjálfsögðu auðveldara og fyrir mig eru þetta yfirleitt tvær máltíðir í einni. Það er óhagstætt að elda mat fyrir einn.

Ég fór og keypti mér að borða þar sem ég var komin með ógeð á eggjum í bili og þurfti alvöru mat, ekki bara eitthvað heitt.

Í gangi var tilboð.
Með tilboðinu var gos.

Lindablinda: “Ég ætla að fá eitt svona tilboð takk, taka það með”
Stúlka: “Hvað má bjóða þér að drekka?”
Lindablinda: “kók, takk”

Stúlkan fer og dælir kóki í pappaglas.

Lindablinda:”Fyrirgefðu, ég er að taka þetta með”
Stúlka:” já ég veit”
Lindablinda:”Get ég ekki fengið gosið í dós, það er vonlaust að keyra með svona glas”
Stúlka:”Nei, það er ekki í tilboðinu”
Lindablinda:”Hvar stendur það?”
Stúlka: “Það er þannig á myndinni”

Hún benti mér á mynd á borðinu. Þá sprakk ég úr hlátri. Ég benti á matinn sem ég var að kaupa og svo á myndina.

Lindablinda:“þetta er nú ekki eins og á myndinni, en þetta er samt tilboðið”
Stúlkan: “það er bara gos í glasi á tilboði”

Ég maldaði í móinn en hún gaf sig ekki.
Eftir nokkurt röfl gafst ég upp og lufsaðist út í bíl. Á bílastæðinu hrundi gosglasið úr höndum mér þegar ég var að opna bílinn og small í steypuna.
Ég varð að hlæja.

Ég hefði náttúrulega sett fyrirtækið á hausinn hefði ég frekar fengið flösku í pokann. Ég var nú bara að borga máltíð með í það minnsta 400% álagningu.
Þetta er náttúrulega bara djók.

það sagði hún þá.......

Engin ummæli: