fimmtudagur

Ég vildi að ég væri

vín á þinni skál,
gneisti í þínum glæðum,
garn í þinni nál,
skeið þín eða skæri,
skipið sem þig ber,
gras við götu þína,
gull á fingri þér,
bók á borði þínu,
band á þínum kjól,
sæng þín eða svæfill,
sessa í þínum stól,
ár af ævi þinni,
eitt þitt leyndarmál,
blóm á brjósti þínu,
bæn í þinni sál.

Davíð Stefánsson

það sagði hún þá.......

Engin ummæli: