fimmtudagur

Keila

Fyrir u.þ.b. tveimur vikum ákvað samstarfsfólk mitt að skella sér í keiluferð. Ekki mitt uppáhald en................... það var farið. Keiluferðin sjálf var ekki í frásögur færandi heldur ferðin heim. Um þessa helgi var færðin all svakaleg – glerhált og vatn lá yfir öllu svellinu. Þegar keilubrölti var lokið - og vissir aðilar búnir að fá uppreisn æru og svikna sönnun þess að vera sannir karlmen vegna þess að þeir vinna í keilu og spila þar upp á líf og dauða ( með tiheyrandi öekrum og ópum), er komið að heimferð. Ég ákveð í sakleysi mínu þar sem ég búi nú handan við hornið á þessari höll - þá sé nú lítið mál fyrir mig að rölta heim og bara frískandi og gott fyrir sálina að hreinsa þokuna úr höfðinu. .
Í rólegheitunum geng ég af stað..........ekki hægt annað vegna færðar, en átta mig fljótlega á því að rólegheit og hrágúmmísólar eru ekki nóg. Mannbroddar hefðu verið eina málið.
Eftir ca fimm mínútna gang er ég stödd í brekku – en þá kemur að fyrsta pomminu. Undan mér fljúga fætur og sé ég allt í einu tærnar mínar í öfugu samhengi við stjörnur himins. Lent er með skelli á gangstéttinni og upphefst nú salíbuna dauðans sem líktist helst því að vera staddur í vatnsrennibraut. Þarna þeytist ég niður brekkuna á óæðri endanum og allt um kring frussast um mig vatn. Loks er staðnæmst við ljósastaur og brölt á fætur með tilheyrandi blóti og fussi. En þetta var ekki búið. Það sem eftir var leiðar datt ég ýmist á maga, rass eða hliðar og áfram var skautað. Þegar heim var komið var ekki þurr þráður á frúnni, marblettir stórir farnir að gera vart við sig og draup úr henni í hverju spori upp allar fjórar hæðirnar. Það er nú svo að ekkert slær hressandi kvöldgöngu við í Reykjavík að vetrarlagi.

það sagði hún þá.......

Engin ummæli: