fimmtudagur

Bína mín

Stundum skríður litla ástsjúka kisudýrið mitt
upp á bringuna á mér þar sem ég ligg klesst niður í sófa -
(að gera eitthvað gáfulegt eins og að horfa á sjónvarpið)
og kemur sér fyrir.
Leggst hún þá eins og Sphinx
með framloppurnar upp við hálsinn á mér og malar.
Ef ég svo tek upp á því að syngja með lagi í bíómynd,
eða með auglýsingunum - sem er bara sad –
þá malar hún enn hærra, nuddar nebbanum í mig,
hnoðar á mér hálsinn með loppunum
og horfir með ást og aðdáun í augun á mér.
Hún hefur einnig ávallt átt það til
að koma hlaupandi til mín
þar sem ég gaula með ryksugunni,
eða sit með Joni Mitchell í vægum bláma
fyrir framan græjurnar á skítlegu laugardagskvöldi
og nudda sér upp við mig í áköfum bríma.

Nú veit ég ekki alveg hvernig ég á að taka þessu.

Kattagól hefur hingað til ekki talist fagurt
og breimhljóð eru ekki fögur nema í þeirra eigin eyrum......
þ.e. kattanna.
Það sem nagar mig er efinn.

Er hún að elska sönginn minn af því að hann er svo fagur,
eða elskar hún sönginn minn af því að hann er svo ”fagur”

það sagði hún þá.......

Engin ummæli: